Færsluflokkur: Bloggar

Dagur 34....

vá...hvað kom fyrir... Missti greinilega eitthvað úr

Hversu ótrúlegt sem það er þá hefur tíminn gjörsamlega flogið áfram. Ótrúlegt hvað þetta hefur gengið vel og hversu lítið sem mig langar til að fá mér eitthvað óholt....sem er jákvætt =)

Steig á vigtina og síðan ég byrjaði að blogga hafa 5 kíló fokið af eins og vindurinn. Í heildina frá því í júní/júlí þá eru 14 kg farin....og get bara nokkuð vel við unað Smile

Í hvert sinn sem ég finn þörf til að hreyfa mig, þá leggst ég niður og bíð þar til löngunin líður hjá Sick

hér kemur svo eftirréttur sem ég gerði fyrir 4 

innihald:

prótein: 16gr

grænmeti/hveitikím: 15gr

 

það sem þarf í þessa kökur er:

 

Botninn.

15gr hveitikím

15gr súkkulaði Torani sýróp

1 tsk sætuefni (xylitol)

þessu er blandað saman og flatt út eins og kex. þetta þarf að endurtaka 4x til að fá 4 kökur. Sjálf geri ég bara eina köku í einu til að hafa þetta nákvæmt en ekkert mál fyrir þá sem vilja að fjórfalda uppskriftina og deila í 4.

 

Þetta er sett í stórt "muffins" sílíkonform og kakan þjöppuð vel niður í botninn.

Sett inn í ofn á 189°C í ca 24 mínútur.

Tekið svo út og kælt en haft enn í forminu.

 

Fylling

150gr vanilluskyr

100gr þeyttur jurtarjómi (Milda kemur sterkur þar inn fyrir þá sem vilja forðast sykur og sterkju)

2 msk Xylitol sykur eða annað sætuefni

2 blöð matarlím (bleytti í vatni)

2msk karmellusýróp eða hindberjasýróp

4 tsk sítrónusafi

 

Þeytið jurtarjómann og sykurinn saman.

setjið 100gr af skyri í skál ásamt rjómanum sem áður var þeyttur og hrærið vel saman. Takið 1 1/2 matarlímsplötu og setjið í litla skál ásamt 3 tsk af sítríonusafanum og bræðið í örbylgjunni í 15-20 sek.

hellið blöndunni í formin yfir kexið.

 

setjið 50gr af skyri í sér skál, 2 msk af sýrópinu og hrærið vel saman. bræðið hálfa matarlímsplötu í lítilli skál ásamt 1 tsk af sítrónusafa. Setjið í örbylgjuna í 10-15 sek og setjið út í skyrblönduna og hellið yfir kökurnar. Látið storkna í ísskáp í 30 mín. Takið úr forminu og setjið á disk.

Rosalega gott að strá smá sojahakki eða öðru múslíi yfir og nokkra dropa af sýrópi til bragðbætingar.

Ekki skemmir að hafa smá þeyttan jurtarjóma með...svona spari =)

 

njótið

 

 

Skyrterta að hætti mæðgnanna

ljúffeng....mmmm.... 


Dagur 10

Tveggja stafa tala...loksins...

Hef haldið matarplanið algjörlega. Fór á vigtina (gegn betri vitund) og viti menn....ansdk"#$%& vigtin hefur ekki sigið gramm niður....

Finn samt meira fyrir ummáli en vigt svo ég ætla rétt að vona að það sé reyndin...

until later....

...ein svekkt Pouty


Dagur 9

Til að halda sönsum þarf maður greinilega að taka til!

Upp á loft var haldið og öllu hent sem frekast mátti henda.

Frábær líkamsræktar æfing það.

Á Sorpu var skundað með varninginn og honum komið haganlega fyrir bæði í nytjagámum sem og öðrum tilfallandi gámum á svæðinu.

Hveitikím var bakað en ekki heppnaðist það neitt sérlega vel svo það var einfaldlega pínt ofan í sig.

Haldið verður í verslun að kaupa betra kím. 


Dagur 8

Afmæli.

Mér var boðið í mat. Hafði áhyggjur af því sem var í boði en ákvað að koma með hluta af matnum sjálf og hafa svona "surprise" fyrir gestgjafann.

Kom með grasker, skar það niður og setti í ofninn. Kom einnig með gulrætur, skar þær niður og steikti uppúr karamellu sýrópi.

Laumaði vigtinni undir diskinn sem ég var með og samviskusamlega vigtaði allt sem á diskinn fór.

Skenkt var í vínglösin og afsakaði ég mig með því að vera á bíl (ég var allavega farþegi í bíl). Horfði á allt hvítvínið og rauðvínið fljóta framhjá og það var ekki laust við að tárin reyndu að streyma fram. Ákveðin fékk ég mér bara vatn. 

Eftirréttur var svo á borð borinn og þar var þessi dýrindis skyrterta...og þær eru ekki hægt að standast.

Öllum var skenkt á disk (og varð ég ekki útundan). Vandræðaleg horfði ég á þessa ljúfu og góðu skyrtertu sem gjörsamlega kallaði á mig. Stakk skeiðinni í tertuna á meðan gaurinn á öxlinni kallaði eins hátt og hann frekast gat að ég ætti EKKI að falla í freistni. 

Mér til léttis kom litla barnabarnið mitt og kallaði JAMMIJAMM og fegin gaf ég henni eins mikið af tertunni og krílið gat komið niður....en ÓVART laumaðist ein skeið upp í mig...bara til að smakka...og hún smakkaðist ekki vel...(ég taldi mér trú um það allavega) og skildi restina eftir á disknum.

Horfði á diskana tekna af borðinu og restin af tertunni fauk í ruslið.

Þáði einn kaffibolla og ákvað að kveðja samkomuna áður en hvítvín eða rauðvín dytti ofan í glasið mitt.

Pínu leið en samt nokkuð sátt við kvöldið fór ég heim með viðkomu í sjoppu....fékk mér ekki nammi heldur DVD

Sat með prjónana og horfði á Svarta svaninn.

Erfitt kvöld....en lifði af. Smile 


Dagur 7

Klæddi mig í skó, leit niðurfyrir mig og ég sá ekki magann fyrstan...þá hlýt ég að vera á réttri leið!!

Dagur 6

Ótrúlega þægilegur dagur.

Var búin að undirbúa hann alveg 100% og ekkert sem kom á óvart.

Fékk heimboð á föstudagskvöld í rauðvín og bjór en afþakkaði heimboðið ef mér yrði boðið áfengi.

Hún varð hissa og benti mér á að EINN myndi nú ekki saka! Ég stóð við mitt og sagðist ekki koma ef hún myndi bjóða mér áfengi eða annað gúmmilaði....

Er bara nokkuð stolt af þessari staðfestu. Eins gott að ég standist þetta. 


Dagur 5

Fór bókstaflega hamförum heimavið. Reif alla sófa fram.

Þreif á bakvið og allt um kring.

Svitnaði eins og svín!

Argaði á skúringavélina að hætta þessu tuði um að hún sæti föst undir borði og bað hana um að skúra fyrir allan peninginn!

Greip hvert tyggjóið á fætur öðru og tuggði eins og ég ætti lífið að leysa.

Skammaðist aðeins í grislingunum....en þó mest við mig og hentist til að baka nokkrar hveitikímskökur.

Skellti mér í sturtu og þreif af mér svita og tár....já og geðvonnskuna. Fann mér sæmileg föt, háhælaða skó, skvetti smá veiðivatni á mig (þrátt fyrir að vera vel gift) klíndi varalit framan í mig og fór á fund hjá MFM létt í lund og full tilhlökkunar til að takast á við restina af deginum.

Með öðrum orðum, þá lifði ég daginn í dag af, án allra vímuefna :)


Dagur 4

Það styttist óðum í tveggja stafa töluna í fráhaldinu. Ég er farin að finna hvað allt er orðið léttara yfir daginn. Hef meiri úthald sem er mjög gott...og alveg nýtt!

Sat við vinnu. Þurfti að teikna inn nýjan ísbar með tilheyrandi vélum. Allt í einu fann ég gríðalegan söknuð...mig langaði alls ekki að kveðja þennan vin sem kallast RJÓMAÍS....einhvernvegin gat ég ekki hugsað lífið án þess að fá mér ís. Hætti að hugsa um það og ákvað að taka einn dag í einu....enn og aftur...kannski...bara kannski fæ ég mér ís í komandi framtíð.

Annars sat ég góðan fyrirlestur hjá Phil Werdell MA, Mary Fouski CENAPS og Esther Helgu MS í Síðumúlanum. Það var allavega eitthvað sem vakti mig til umhugsunar. Ég áttaði mig á því að mig langar að lifa lengur. Geta knúsað börnin mín og barnabörn í komandi framtíð.

Náði samt að klúðra deginum. Fékk mér ekki einhvern af vinunum....heldur missti ég heila máltíð úr og fékk mikið samviskubit. 

Dagur 4 er það....og þeir verða fleiri.


Dagur 3

Hver sagði annars að þetta yrði auðvelt?

Í mig var hringt og mér boðið í kökuboð. Ég benti þessu ágæta skyldmenni á það að þar myndi ég sennilega hitta þá sem ég hef reynt að jarða áður eins og súkkulaði og því miður þá vildi ég helst hafa sem minnst samskipti við þann vin (þar sem ég berst við að jarða hann)

Afþakkaði kökuboð með öllum fyrrverandi uppáhaldsvinum en þakkaði kaffibolla og gott spjall.

Geri aðrir betur! 


dagur 2

Ef þetta kallast fráhald, ætla ég svo sannarlega að vona að þetta gangi hratt yfir!

Mér er kalt, hef höfuðverk, þreytt, langar mest í heimi að leggjast undir sæng og koma ekki næstu árin fram aftur.

Endalaust verið að skoða hvað á að borða næst...og næsta dag...og og og... Held að þetta fólk í fráhaldi sé með mat á heilanum!!

Fékk gesti í mat. Makinn tók það erfiða verk að sér að elda kvikindið.

Ákvað að skella vigtinni á borðið og sætta mig við það. Fékk dálítið hornauga en makinn minn horfði á mig með ást og umhyggju.... það er semsagt enn til eitthvað sem kallast gott.

Þetta er jú bara enn dagur 2! 


Næsta síða »

Um bloggið

Matarfíkillinn

Höfundur

Matarfíkillinn
Matarfíkillinn
Ég er matarfíkill og hef leitað mér aðstoðar á MFM miðstöðinni. Til að komast yfir þetta erfiða skref hef ég ákveðið að blogga mig frá erfiðleikunum.

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband