Dagur 4

Það styttist óðum í tveggja stafa töluna í fráhaldinu. Ég er farin að finna hvað allt er orðið léttara yfir daginn. Hef meiri úthald sem er mjög gott...og alveg nýtt!

Sat við vinnu. Þurfti að teikna inn nýjan ísbar með tilheyrandi vélum. Allt í einu fann ég gríðalegan söknuð...mig langaði alls ekki að kveðja þennan vin sem kallast RJÓMAÍS....einhvernvegin gat ég ekki hugsað lífið án þess að fá mér ís. Hætti að hugsa um það og ákvað að taka einn dag í einu....enn og aftur...kannski...bara kannski fæ ég mér ís í komandi framtíð.

Annars sat ég góðan fyrirlestur hjá Phil Werdell MA, Mary Fouski CENAPS og Esther Helgu MS í Síðumúlanum. Það var allavega eitthvað sem vakti mig til umhugsunar. Ég áttaði mig á því að mig langar að lifa lengur. Geta knúsað börnin mín og barnabörn í komandi framtíð.

Náði samt að klúðra deginum. Fékk mér ekki einhvern af vinunum....heldur missti ég heila máltíð úr og fékk mikið samviskubit. 

Dagur 4 er það....og þeir verða fleiri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarfíkillinn

Höfundur

Matarfíkillinn
Matarfíkillinn
Ég er matarfíkill og hef leitað mér aðstoðar á MFM miðstöðinni. Til að komast yfir þetta erfiða skref hef ég ákveðið að blogga mig frá erfiðleikunum.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 240

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband