20.10.2011 | 10:03
Dagur 34....
vá...hvað kom fyrir... Missti greinilega eitthvað úr
Hversu ótrúlegt sem það er þá hefur tíminn gjörsamlega flogið áfram. Ótrúlegt hvað þetta hefur gengið vel og hversu lítið sem mig langar til að fá mér eitthvað óholt....sem er jákvætt =)
Steig á vigtina og síðan ég byrjaði að blogga hafa 5 kíló fokið af eins og vindurinn. Í heildina frá því í júní/júlí þá eru 14 kg farin....og get bara nokkuð vel við unað
Í hvert sinn sem ég finn þörf til að hreyfa mig, þá leggst ég niður og bíð þar til löngunin líður hjá
hér kemur svo eftirréttur sem ég gerði fyrir 4
innihald:
prótein: 16gr
grænmeti/hveitikím: 15gr
það sem þarf í þessa kökur er:
Botninn.
15gr hveitikím
15gr súkkulaði Torani sýróp
1 tsk sætuefni (xylitol)
þessu er blandað saman og flatt út eins og kex. þetta þarf að endurtaka 4x til að fá 4 kökur. Sjálf geri ég bara eina köku í einu til að hafa þetta nákvæmt en ekkert mál fyrir þá sem vilja að fjórfalda uppskriftina og deila í 4.
Þetta er sett í stórt "muffins" sílíkonform og kakan þjöppuð vel niður í botninn.
Sett inn í ofn á 189°C í ca 24 mínútur.
Tekið svo út og kælt en haft enn í forminu.
Fylling
150gr vanilluskyr
100gr þeyttur jurtarjómi (Milda kemur sterkur þar inn fyrir þá sem vilja forðast sykur og sterkju)
2 msk Xylitol sykur eða annað sætuefni
2 blöð matarlím (bleytti í vatni)
2msk karmellusýróp eða hindberjasýróp
4 tsk sítrónusafi
Þeytið jurtarjómann og sykurinn saman.
setjið 100gr af skyri í skál ásamt rjómanum sem áður var þeyttur og hrærið vel saman. Takið 1 1/2 matarlímsplötu og setjið í litla skál ásamt 3 tsk af sítríonusafanum og bræðið í örbylgjunni í 15-20 sek.
hellið blöndunni í formin yfir kexið.
setjið 50gr af skyri í sér skál, 2 msk af sýrópinu og hrærið vel saman. bræðið hálfa matarlímsplötu í lítilli skál ásamt 1 tsk af sítrónusafa. Setjið í örbylgjuna í 10-15 sek og setjið út í skyrblönduna og hellið yfir kökurnar. Látið storkna í ísskáp í 30 mín. Takið úr forminu og setjið á disk.
Rosalega gott að strá smá sojahakki eða öðru múslíi yfir og nokkra dropa af sýrópi til bragðbætingar.
Ekki skemmir að hafa smá þeyttan jurtarjóma með...svona spari =)
njótið
Um bloggið
Matarfíkillinn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.