25.9.2011 | 21:27
Dagur 8
Afmæli.
Mér var boðið í mat. Hafði áhyggjur af því sem var í boði en ákvað að koma með hluta af matnum sjálf og hafa svona "surprise" fyrir gestgjafann.
Kom með grasker, skar það niður og setti í ofninn. Kom einnig með gulrætur, skar þær niður og steikti uppúr karamellu sýrópi.
Laumaði vigtinni undir diskinn sem ég var með og samviskusamlega vigtaði allt sem á diskinn fór.
Skenkt var í vínglösin og afsakaði ég mig með því að vera á bíl (ég var allavega farþegi í bíl). Horfði á allt hvítvínið og rauðvínið fljóta framhjá og það var ekki laust við að tárin reyndu að streyma fram. Ákveðin fékk ég mér bara vatn.
Eftirréttur var svo á borð borinn og þar var þessi dýrindis skyrterta...og þær eru ekki hægt að standast.
Öllum var skenkt á disk (og varð ég ekki útundan). Vandræðaleg horfði ég á þessa ljúfu og góðu skyrtertu sem gjörsamlega kallaði á mig. Stakk skeiðinni í tertuna á meðan gaurinn á öxlinni kallaði eins hátt og hann frekast gat að ég ætti EKKI að falla í freistni.
Mér til léttis kom litla barnabarnið mitt og kallaði JAMMIJAMM og fegin gaf ég henni eins mikið af tertunni og krílið gat komið niður....en ÓVART laumaðist ein skeið upp í mig...bara til að smakka...og hún smakkaðist ekki vel...(ég taldi mér trú um það allavega) og skildi restina eftir á disknum.
Horfði á diskana tekna af borðinu og restin af tertunni fauk í ruslið.
Þáði einn kaffibolla og ákvað að kveðja samkomuna áður en hvítvín eða rauðvín dytti ofan í glasið mitt.
Pínu leið en samt nokkuð sátt við kvöldið fór ég heim með viðkomu í sjoppu....fékk mér ekki nammi heldur DVD
Sat með prjónana og horfði á Svarta svaninn.
Erfitt kvöld....en lifði af.
Um bloggið
Matarfíkillinn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.